fbpx

Sandur, Sól & Sangría

Sitges

minna

Sitges

minna2

Dásamlegur áfangastaður fyrir stóra sem litla hópa!

Strandbærinn Sitges

minna2

Yfir 300 sólardagar á ári!

Sitges er einn af uppáhalds áfangastöðunum okkar hjá EskimoTravel. Þessi dásamlegi strandbær er hálftíma frá Barselóna á Spáni og er einstaklega sjarmerandi. Það sem okkur finnst mikill kostur er hversu vel bærinn heldur utan um hópa og er það einmitt það sem fyrirtækin sem hafa farið með okkur þangað eru sammála um. Miðbærinn liggur meðfram fallegri strandlengjunni og upp um litlar þröngar götur, bærinn iðar af lífi og þar má finna bari og veitingastaði á hverju horni.

“Æðislegt að geta blandað saman frábærri árshátíðarferð og smá sandi og sól”

Nánari upplýsingar

minna2

Miklu meira en bara flug og hótel

Ferðaskipulag

Bakgrunnur okkar í EskimoTravel er úr viðburðarskipulagi og afþreyingu fyrir hópa og leggjum við mikið upp úr því að gera ferðirnar sem allra skemmtilegastar. Okkar vinna hefst því fyrir alvöru þegar hóparnir eru lentir erlendis og bjóðum við uppá afþreyingu, ferðir og aðstoð meðan hópurinn dvelur úti.

Við hjá EskimoTravel erum ekki bundinn einu flugfélagi og notum því þau flug sem henta hópunum okkar best hverju sinni.

Sitges

Í Sitges höfum við verið að nota 4* og 5* hótel fyrir hópanna okkar og sníðum ferðaskipulagið að þörfum hvers hóps fyrir sig. Margir flottir möguleikar eru í boði fyrir árshátíðirnar sjálfa og hægt að halda hana á hótelinu, á fallegum stað með strandarútsýni, í gamalli höll eða á vínekru til að nefna nokkra kosti!

Í Sitges er margt hægt að gera fyrir þá sem ekki vilja liggja í sólbaði allan daginn, þar er einnig stór golfvöllur, ýmis konar vatnasport, skoðunarferðir, ferðir til Barcelona og svo auðvitað vínsmökkuninn fræga!

Umsagnir

minna2

Ánægðir viðskiptavinir

  • Eskimo Travel planaði mjög skemmtilega útskriftarferð fyrir okkur til Spánar með snilldar fararstjórum sem að voru alltaf til taks. Mæli hiklaust með þeim fyrir útskriftarferðir og annars konar ferðir!

    Lilja Kristín
  • Nýkomin úr frábærri hópferð til Búdapest með Eskimo Travel. Leiðsögn og skipulag til fyrirmyndar, allt frá undirbúningi ferðar til vel heppnaðra borgarkvölddjamma! Lifandi og skemmtilegur fararstjóri. Takk kærlega fyrir mig

    Yngvi Bjornsson
  • Æðisleg ferð að baki og frábærir fararstjórar! Pössuðu upp á að allt gekk upp og að öllum leið vel

    Ellen Hrund
Eskimo travel

um okkur

hafa samband