fbpx

Árshátíðin ykkar í

París

minna

Meira en bara borg ástarinnar!

minna2

Dásamlegur matur, falleg stræti, endalaus saga

París

minna2

Ó þú fagra borg!

París þarf vart að kynna enda vel þekkt fyrir fallegar byggingar, dásamlega osta, góð vín, þröngar sjarmerandi götur og glæsileg kennileiti. Það er því sérstaklega skemmtileg áskorun að fara með hópa til Parísar og láta þá upplifa borgina á annan hátt en fólk gerir almennt í sínum helgarferðum þar sem að rómantíkin ræður ríkjum. Það geta allir fundið eitthvað fyrir sig í þessari skemmtilegu borg sem að skiptist í hin ýmsu hverfi. Í Latínuhverfinu færðu Parísarstemningu beint í æð, listunnendur geta notið sín í Montmartre hverfinu og þeir sem að hafa áhuga á tísku geta heimsótt helstu tískuhús Frakklands á Saint-Germain-des-Prés svo eitthvað sé nefnt.

“Hingað verða allir að koma að minnsta kosti einu sinni, helst þrisvar!”

Nánari upplýsingar

minna2

Miklu meira en bara flug og hótel

Ferðaskipulag

Við hjá Eskimo Travel leggjum mikið upp úr því að hóparnir okkar fái góða upplifun af þeim stöðum sem þeir heimsækja með okkur. Okkar starf er rétt að byrja þegar þið lendið en í París bjóðum upp á ýmsa afþreyingu fyrir hópanna okkar og má þar á meðal nefna æðislegar hjólaferðir, menningarrölt, bjórsmakk, vínekru heimsóknir, siglingar, safnaferðir og ótal margt fleira!

París

Í París er gott úrval af gistingu hvort sem hópurinn vill vera á 3* eða 4* hóteli og það fer allgjörlega eftir gerð og stærð hópsins hvar við viljum staðsetja ykkur í borginni. Flugferðir er í góðu úrvali og því auðvellt að skipuleggja ferðina eins og best hentar hveru fyrirtæki fyrir sig.

Einnig bjóðum við upp á ferðir í smærri bæi utan Parísar fyrir þá sem vilja skoða það!

Umsagnir

minna2

Ánægðir viðskiptavinir

  • Eskimo Travel planaði mjög skemmtilega útskriftarferð fyrir okkur til Spánar með snilldar fararstjórum sem að voru alltaf til taks. Mæli hiklaust með þeim fyrir útskriftarferðir og annars konar ferðir!

    Lilja Kristín
  • Nýkomin úr frábærri hópferð til Búdapest með Eskimo Travel. Leiðsögn og skipulag til fyrirmyndar, allt frá undirbúningi ferðar til vel heppnaðra borgarkvölddjamma! Lifandi og skemmtilegur fararstjóri. Takk kærlega fyrir mig

    Yngvi Bjornsson
  • Æðisleg ferð að baki og frábærir fararstjórar! Pössuðu upp á að allt gekk upp og að öllum leið vel

    Ellen Hrund
Eskimo travel

um okkur

hafa samband