fbpx

Framandi ferð til

Marrakesh

minna

Menning, matur & markaðir

minna2

Spennandi & öðruvísi valkostur

Marrakesh

minna2

Þeir sem vilja meira

Norður Afríka er kannski ekki efst í huga þegar verið er að skoða stað fyrir árshátíð fyrirtækisins erlendis sem gerir Marrakesh að virkilega spennandi kosti. Sérstaklega fyrir þá sem hafa farið áður í ferðir saman og vilja ólmir prófa eitthvað nýtt og öðruvísi.

Borgin er oft kölluð „Rauða borgin“ vegna rauðra bygginga sem einkenna hana og oft talað um að hún skiptist í tvo hluta – gamla hlutann, medinan, annarsvegar og nýja hlutann sem kallast Gueliz. Gamli hlutinn eða medinan er gríðarstórt markaðssvæði, níðþröngar götur og ótal veitingastaðir. Nýji bærinn „Gueliz“ er hinsvegar mun Evrópskari og þar má finna allar helstu tískuvöruverslanirnar, stórar hótelkeðjur, glæsilega veitingastaði og margt fleira.

“Mig hefði aldrei grunað hvað það er auðvelt að komast á svo framandi og fallegan stað með hópinn”

Nánari upplýsingar

minna2

Miklu meira en bara flug og hótel

Ferðaskipulag

Við hjá Eskimo Travel leggjum mikið upp úr því að hóparnir okkar fái góða upplifun af þeim stöðum sem þeir heimsækja með okkur. Okkar starf er rétt að byrja þegar þið lendið & í Marrakesh bjóðum upp á ýmsa afþreyingu fyrir hópanna okkar og má þar á meðal nefna kamelferðir, fjórhjól, jeppaferðir í Atlas-fjöllin, marrakósk matreiðslunámskeið og fleira spennandi!

Marrakesh

Í Marrakesh er gott úrval af glæsilegum lúxushótelum bæði 4* og 5* og höfum við lang oftast valið að hafa “allt innifalið” þegar kemur að mat og drykk enda ekki mikið dýrara og maturinn þarna af góðum gæðum. Það eru margir spennandi og öðruvísi valkostir í boði fyrir árshátíðir eða kvöldverði fyrir hópa til dæmis tjaldbúðir í Atlasfjöllum, á litríkum næturklúbb eða í einkarými á hótelinu svo eitthvað sé nefnt.

Umsagnir

minna2

Ánægðir viðskiptavinir

  • Eskimo Travel planaði mjög skemmtilega útskriftarferð fyrir okkur til Spánar með snilldar fararstjórum sem að voru alltaf til taks. Mæli hiklaust með þeim fyrir útskriftarferðir og annars konar ferðir!

    Lilja Kristín
  • Nýkomin úr frábærri hópferð til Búdapest með Eskimo Travel. Leiðsögn og skipulag til fyrirmyndar, allt frá undirbúningi ferðar til vel heppnaðra borgarkvölddjamma! Lifandi og skemmtilegur fararstjóri. Takk kærlega fyrir mig

    Yngvi Bjornsson
  • Æðisleg ferð að baki og frábærir fararstjórar! Pössuðu upp á að allt gekk upp og að öllum leið vel

    Ellen Hrund
Eskimo travel

um okkur

hafa samband