Útskriftarferð til
Marokkó

Framandi og öðruvísi ferð

Eyðimörk, tjaldbúðir, strönd, góður matur, litríkir drykkir, stórir klúbbar – allt sem þarf!
Agadir & Marrakesh

Allan ársins hring!
Marokkó er klárlega einn af okkar uppáhalds áfangastöðum og höfum við farið þangað með útskriftaferðir, árshátíðarferðir og meira segja með fjölskyldur okkar! Ferðalagið er ekki mjög langt en samt ertu komin yfir í allt annan heim. Morokkó er í Afríku en ber samt smá keim frá Evrópu og er því hinn fullkomni áfangastaður fyrir útskriftarhópa!
Í útskriftarferðunum blöndum við saman ferðum til Agadir, Marrakesh og nótt í tjaldbúðum í Atlas fjöllum. Agadir er strandbær sem býður uppá þessa týpísku útskriftaferðar stemmingu, sól, sumar, strönd, surf og djamm. Tjaldbúðirnar koma þar á eftir og þar erum við í ekta Morokkóskri stemmningu í eina nótt áður en farið er til Marrakesh í ljúfa lífið. Í Marrakesh erum við á all-inclusive 5 stjörnu hóteli og þar er hægt að versla, fara á risa næturklúbba og ýmislegt fleira!
“Miklu meira en bara útskriftarferð”
Nánari upplýsingar

Miklu meira en bara flug og hótel
Ferðaskipulag
Við hjá Eskimo Travel leggjum mikið upp úr því að hóparnir okkar fái góða upplifun af þeim stöðum sem þeir heimsækja með okkur. Okkar starf er rétt að byrja þegar þið lendið og ef hópurinn er stærri en 25 manns er alltaf fararstjóri frá okkur með í ferðinni. Við skipuleggjum ýmsa skemmtun og bókum ykkur í ferðir á meðan þið eruð úti og svo er auðvitað neyðarsíminn okkar opinn 24/7!
Morokkó
Í Marokkó gistum við á mismunandi stöðum eftir samsetningu hópsins og því hvernig þið viljið hafa ferðina. Vanalega byrjum við 5 nætur á 4* hóteli með morgunmat, förum yfir í eina nótt í tjaldbúðum og endum síðustu 5 næturnar á 5* lúxus hóteli með öllu inniföldu.
Endilega hafið samband og ræðum þetta nánar!
Aðrir áfangastaðir
Umsagnir

Ánægðir viðskiptavinir
