fbpx

Komdu með okkur til

Króatíu

minna

Magnaður áfangastaður

minna2

Margir fallegir bæir

Króatía

minna2

Einn vinsælasti áfangastaður evrópubúa

Það eru margir áhugaverðir staðir í Króatíu til að heimsækja en þar er að finna fjöldan allan af aldagömlum bæjum við Adríahafið. Þar ber helst að nefna borgir eins og Dubrovnik, hafnarborgina Split, partíeyjuna Hvar, strandbæina Vodice, Sibernik & Porec svo eitthvað sé nefnt.

Hver hefur ekki gaman af að labba í gegnum gamaldags miðbæ, rölta um þröng stræti og virða fyrir sér fallegar byggingar, margra alda gamlar. Staldra við og fá sér króatískan mat, vín eða kaldan bjór. Skella sér svo um borð í siglingu og stinga sér til sunds í Adríarhafinu á sólríkum og heitum degi. Mikið úrval afþreyinga er í boði í króatíu svo það má með sannig segja að það sé eitthvað í boði fyrir alla.

Menningin í Króatíu er afar fjölbreytt með vínekrur og vínframleiðislum, margskonar brugghúsum og bjórframleiðslum, króatískum mat og fjölbreyttri matarmenningu, Króatía er alveg hreint einstök!

“Frábær áfangastaður og endalausir möguleikar”

Nánari upplýsingar

minna2

Miklu meira en bara flug og hótel

Ferðaskipulag

Við hjá Eskimo Travel leggjum mikið upp úr því að hóparnir okkar fái góða upplifun af þeim stöðum sem þeir heimsækja með okkur. Okkar starf er rétt að byrja þegar þið lendið en í Króatíu og bjóðum við upp á ýmsa afþreyingu fyrir hópana okkar og má þar á meðal nefna heimsóknir á vínsmakk, hjólaferðir, menningargöngur, skoðunarferðir og margt fleira.

Króatía

Við bjóðum uppá margskonar vel staðsett hótel í Króatíu, allt eftir því í hvaða bæ eða borg við erum, hvort sem um er að ræða 3*, 4* eða 5* hótel, við miðbæinn eða við ströndina.  Við skipuleggjum svo árshátíðina á skemmtilegum viðburðarstöðum eða á hótelinu.  Fjölbreytt dagskrá á meðan dvöl stendur yfir í boði.

Nokkur bein flug eru í boði til Króatíu nokkrum sinnum á ári á völdum dagsetningum og óbeint flug er í boði allt árið.  Við bjóðum einnig uppá beint leiguflug fyrir stóra hópa.

Umsagnir

minna2

Ánægðir viðskiptavinir

  • Eskimo Travel planaði mjög skemmtilega útskriftarferð fyrir okkur til Spánar með snilldar fararstjórum sem að voru alltaf til taks. Mæli hiklaust með þeim fyrir útskriftarferðir og annars konar ferðir!

    Lilja Kristín
  • Nýkomin úr frábærri hópferð til Búdapest með Eskimo Travel. Leiðsögn og skipulag til fyrirmyndar, allt frá undirbúningi ferðar til vel heppnaðra borgarkvölddjamma! Lifandi og skemmtilegur fararstjóri. Takk kærlega fyrir mig

    Yngvi Bjornsson
  • Æðisleg ferð að baki og frábærir fararstjórar! Pössuðu upp á að allt gekk upp og að öllum leið vel

    Ellen Hrund
Eskimo travel

um okkur

hafa samband