fbpx

Förum saman til

Barcelona

minna

Borgin sem alltaf iðar af lífi

minna2

Ein fjölbreyttasta borg Evrópu

Barcelona

minna2

Sól, Sangría og Salsa

Barcelona er einhver skemmtilegasta borg í Evrópu og á sama tíma svo ótrúlega falleg. Hér er mjög auðvellt að gera ólíkum hópum til geðs þegar kemur að mat, drykk, skemmtanalífi, tónleikum, strönd, lúxus, menningu eða öðru – svo margir eru möguleikarnir!

Þröngar götur gottneska hverfisins, lifandi Ramblan, stóru verslunarmiðstöðvarnar, fallegu torgin og löng strandlengjann er aðeins brotabrot af því sem þessi stórkostlega borg hefur upp á að bjóða.

“Einhver mest lifandi borg sem hægt er að heimsækja, endalaust af tónlist, þröngum litlum götum og fallegri götulist”

Nánari upplýsingar

minna2

Miklu meira en bara flug og hótel

Ferðaskipulag

Við hjá Eskimo Travel leggjum mikið upp úr því að hóparnir okkar fái góða upplifun af þeim stöðum sem þeir heimsækja með okkur. Okkar starf er rétt að byrja þegar þið lendið en í Barcelona bjóðum upp á ýmsa afþreyingu fyrir hópanna okkar og má þar á meðal nefna fótboltaleiki, heimsókn á Camp Nou, vínsmakk, pöbbarölt, dásamlegar skoðunarferðir, tívolíferð og margt fleira.

Barcelona

Í Barcelona er fínt úrval af gistingu hvort sem hópurinn vill vera á 3* eða 4* hóteli og vinnum við mest með hótelum sem eru staðsett miðsvæðis í nágrenni Römlbunnar en höfum þó líka verið að nota hótel nær ströndinni og nýjari hverfinu. Það fer allt eftir stærð og gerð hópsins hvar er hentugast að vera.

Árshátíðarmöguleikar eða hópferð í kvöldmat eru miklir í Barcelona og má þar helst nefna ekta tapas stað, í háhýsi með útsýni yfir borgina, í sædýrasafninu og margt fleira!

Umsagnir

minna2

Ánægðir viðskiptavinir

  • Eskimo Travel planaði mjög skemmtilega útskriftarferð fyrir okkur til Spánar með snilldar fararstjórum sem að voru alltaf til taks. Mæli hiklaust með þeim fyrir útskriftarferðir og annars konar ferðir!

    Lilja Kristín
  • Nýkomin úr frábærri hópferð til Búdapest með Eskimo Travel. Leiðsögn og skipulag til fyrirmyndar, allt frá undirbúningi ferðar til vel heppnaðra borgarkvölddjamma! Lifandi og skemmtilegur fararstjóri. Takk kærlega fyrir mig

    Yngvi Bjornsson
  • Æðisleg ferð að baki og frábærir fararstjórar! Pössuðu upp á að allt gekk upp og að öllum leið vel

    Ellen Hrund
Eskimo travel

um okkur

hafa samband